Tæming á sorptunnum
		
					27.01.2025			
										Almennt - tilkynningar
							
	Við viljum minna íbúa vinsamlegast á að moka frá úrgangsílátum sínum og salta þar sem við á, til að auðvelda aðgengi starfsmanna að ílátum og minnka líkur á slysum.
Sorphirða frá heimilum er því miður enn um viku á eftir áætlun og verður þessa vikuna losuð ílát fyrir pappír og plast.
Í næstu viku er áætlað að öll ílát fyrir blandað og lífrænt verði losuð.
Með fyrirfram þökk um skilning og samvinnu.
 
					 

 
  
 



