Fara í efni  

Styrkir vegna náms og verkfæra- eða tækjakaupa

Velferðar- og mannréttindasvið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms, verkfæra- eða tækjakaupa fyrir fatlað fólk.

Akraneskaupstað er heimilt að veita fötluðu fólki styrki eða aðra fyrirgreiðslu vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sbr. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Styrkirnir eru ætlaðir fötluðu fólki sem á lögheimili á Akranesi, er með varanlega örorku og hefur náð 18 ára aldri. Markmið styrkja til náms og verkfæra- og tækjakaupa er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og til að auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Umsóknir skulu berast fyrir 15. nóvember næstkomandi og er hægt að sækja um með rafrænum hætti hér: https://ibuagatt.akranes.is/form/1fueDae0icPiteE182g1.

Umsækjendum er bent á að skoða reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fyrir fatlað fólk.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00