Fara í efni  

Opinn hádegisfundur 26. maí nk. um ferðaþjónustu á Akranesi

Akraneskaupstaður býður þér á hádegisfund þann 26. maí næstkomandi frá kl. 12 til 13:30 í Tónbergi sal tónlistarskólans á Akranesi. Fundarefnið er ferðaþjónusta á Akranesi.

Fulltrúar Eimskips og Faxaflóahafna mæta á fundinn og kynna m.a. fyrirhugaðar ferjusiglingar milli Akranes og Reykjavíkur og komu skemmtiferðaskipa til Akraness. Einnig mun Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fara yfir það sem Akraneskaupstaður leggur til málaflokksins. Að lokum verður boðið uppá léttar veitingar í anddyri tónlistarskólans.

Það er kjörið tækifæri fyrir hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Akranesi og aðra áhugasama að sækja þennan fund.

Hlökkum til að sjá sem flesta!


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00