Opið hús í nýjum og glæsilegum mannvirkjum
31.10.2025
Dyrnar að nýju og glæsilegu fjölnota íþróttahúsi bæjarins, endurnýjuðum Grundaskóla og nýrri líkamsræktarstöð World Class munu standa bæjarbúum opnar á morgun, laugardaginn 1. nóvember, milli kl. 12 og 14.
Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá hvernig bygging íþróttahússins þróaðist. Opnunin markar mikil tímamót enda bygging íþróttahússins ein stærsta framkvæmd sem bærinn hefur ráðist í, Grundaskóli er orðinn einn glæsilegasti skóli landsins eftir breytingarnar sem unnið hefur verið að allt frá árinu 2021 og ný stöð World Class mikil og góð viðbót.
Íþróttahúsið verður fullt af lífi:
-Körfubolti, badminton og fjör á gólfinu.
-Blöðrur fyrir börnin.
-Leiðsögn um húsið á heila og hálfa tímanum (lagt af stað úr anddyrinu).
-Kaffisala á vegum foreldra körfuboltaiðkenda sem safna fyrir æfingaferð.
-Sundfélagið selur ÍA varning.
-Körfubolti, badminton og fjör á gólfinu.
-Blöðrur fyrir börnin.
-Leiðsögn um húsið á heila og hálfa tímanum (lagt af stað úr anddyrinu).
-Kaffisala á vegum foreldra körfuboltaiðkenda sem safna fyrir æfingaferð.
-Sundfélagið selur ÍA varning.
Í Grundaskóla munu nemendur og kennarar taka vel á móti gestum og gangandi. Gengið er inn um aðalinngang skólans.
World Class býður alla velkomna í eina glæsilegustu líkamsræktarstöð landsins.
Frítt í sund!
Við hvetjum bæjarbúa eindregið til að koma í heimsókn, skoða ný og glæsileg mannvirki og fagna þessum stóra áfanga.






