Mikil ánægja með ný mannvirki - myndband
Um liðna helgi fjölmenntu bæjarbúar á opið hús í nýju fjölnota íþróttahúsi, Grundaskóla og World Class. Heyra mátti á fólki að mikil ánægja væri með þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað að undanförnu.
Íþróttahúsið er ein stærsta framkvæmd sem Akraneskaupstaður hefur ráðist í og Grundaskóli hefur nánast verið endurbyggður.
Þeir sem áttu ekki heimangengt á laugardag geta séð þessi nýju mannvirki í meðfylgjandi myndbandi en þar voru einnig ýmsir teknir tali.
Þess má geta að fjölmargir komu inn á að nú þyrftu bæjarbúar að fjölmenna á körfuboltaleiki til að tryggja að þétt yrði setið í stúkunni líkt og verið hefur í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Næsti leikur meistaraflokks í Bónusdeild karla er einmitt í kvöld á móti Val kl. 19.15.
Til hamingju með ný mannvirki, allir á völlinn og áfram ÍA!






