Malbikunarframkvæmdir á Akranesvegi
11.11.2025
Almennt - tilkynningar
Á morgun, miðvikudaginn 12. nóvember, stendur til að malbika Akranesveg ef veður leyfir, nánar tiltekið vegkaflann frá gatnamótum að hringtorgi (sjá mynd). Hjáleið verður um Innnesveg.
Áætlað er að verkefnið taki einn dag og malbikun standi yfir frá kl. 9-17. Akranesstrætó mun ekki stoppa við Þjóðbraut (við Bónus) þennan dag.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.







