Fara í efni  

Auglýst starf forstöðumanns menningar- og safnamála

Frá opnun sýningarinnar Samspil í tilefni Vökudaga 2015
Frá opnun sýningarinnar Samspil í tilefni Vökudaga 2015
Akraneskaupstaður auglýsir eftir öflugum leiðtoga í nýtt starf forstöðumanns menningar- og safnamála á Akranesi. Við erum fyrst og fremst að leita eftir kraftmiklum einstaklingi sem hefur mikinn metnað og hefur sýnt árangur í starfi. 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Fagleg forysta í menningar- og safnamálum
  • Yfirstjórn stofnana sem tilheyra málaflokknum
  • Markaðs- og kynningarstarf menningar- og safnamála
  • Yfirumsjón með gerð starfs- og fjárhagsáætlunar
  • Yfirumsjón með viðburðum og hátíðarhöldum
  • Undirbúningur funda menningar- og safnanefndar og eftirfylgni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg
  • Stjórnunarreynsla, þ.m.t. reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun
  • Mikil samskipta- og samstarfshæfni
  • Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti
  • Góð þekking og reynsla af fjárhagsáætlunargerð

Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Umsóknarfrestur til 9. nóvember 2015 og skal sótt um starfið á heimasíðu Hagvangs.

Upplýsingar um starfið veitir Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00