Fara í efni  

Kynningarfundur vegna Sundabrautar á Akranesi

Þann 4. nóvember næstkomandi munu Vegagerðin og Akraneskaupstaður standa fyrir kynningarfundi um niðurstöður umhverfismats vegna Sundabrautar. Fundurinn verður haldinn í sal bæjarskrifstofunnar frá kl. 19.30-21, sjá viðburð hér: https://fb.me/e/5tkAdUpuB  

Vegagerðin og Reykjavíkurborg vinna að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta vegalengdir og minnka þannig útblástur og mengun.

Aðalvalkostir verða kynntir á fundinum og fjallað um áhrif þeirra á íbúa og starfsemi í nágrenni Sundabrautar.

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og leggja fram spurningar enda ljóst að Sundabraut muni hafa töluverð áhrif á Akranesi. Til að koma sjónarmiðum á framfæri þarf að skila inn umsögn eða athugasemd í skipulagsgátt og kynningarfundirnir eru hugsaðir til að auðvelda almenningi og hagaðilum að gera það.

Frekari upplýsingar er að finna á www.skipulagsgatt.is

Einnig eru upplýsingar hér: Sundabraut - kynning umhverfismatsskýrslu

og hér: www.sundabrautin.is

Opið er fyrir umsagnir og athugasemdir til 30. nóvember 2025 á www.skipulagsgatt.is.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00