Karnival í Brekkubæjarskóla
		
					08.06.2021			
										
	Mikið líf og fjör var í Brekkubæjarskóla í dag , en þar var haldin lokahátíð í tilefni skólaslita. Nemendur og starfsfólk klæddust búningum í tilefni dagsins. Skrúðganga var farin frá Akratorgi sem endaði á lóð skólans, en þar höfðu kennarar skipulagt leiki og almennt fjör, hátíðin endaði svo með pylsupartýi fyrir alla nemendur og starfsfólk. 

					

 
 



