Fara í efni  

Íbúafundur með HB Granda 28. maí

Hafnarsvæðið á Akranesi.
Hafnarsvæðið á Akranesi.

Í mars síðastliðnum birti Akraneskaupstaður frétt þess efnis að boðað yrði til íbúafundar með HB Granda vegna beiðni þeirra um leyfi til endurbóta á húsnæði og stækkun á starfsemi fiskþurrkunar á Breið. Fundurinn verður haldinn þann 28. maí í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi að Dalbraut 1 kl. 20. Á fundinum mun Einar Brandsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynna skipulagsmál á Breiðinni, Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda mun kynna fyrirætlanir fyrirtækisins á Akranesi og þar með talið fyrirhugaða stækkun Laugafisks, fulltrúar frá VSÓ munu kynna efni skýrslu um áhrif fyrirhugaðar stækkunar með tilliti til lyktarmengunar og fulltrúi frá samtökunum Betri byggð mun kynna sín sjónarmið. Íbúar eru hvattir til að taka kvöldið frá. 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00