Götulokanir við Akursbraut og Faxabraut á föstudag
19.11.2025
Almennt - tilkynningar
Á föstudag, þann 21. nóvember á milli kl. 10 og 14 verða takmarkanir á umferð og tímabundnar götulokanir við Faxabraut og Akursbraut vegna kvikmyndatöku fyrir þáttaröðina Elma. Staðsetningar lokana má sjá á meðfylgjandi mynd.
Umferð verður hleypt í gegn á milli taka, en áætlaður biðtími er frá 2-5 mínútum.
Lokanirnar eru ætlaðar til að tryggja öryggi almennings og starfsfólks á tökustað.





