Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi
Eftirfarandi upplýsingar frá Almannavörnum vegna gosmengunar á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi.
Áframhaldandi hækkun mælist á brennisteinsdíoxíði (SO2) vegna eldgossins á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi og er nú óholl öllum, ekki bara viðkvæmum.
Samkvæmt viðbrögðum við loftmengun frá eldgosum á vef umhverfis og orkustofnunnar er talað um vinnuverndarmörk. Fari styrkur SO2 yfir mengunarmörkin 2.600 µg/m3 að meðaltali á 15 mín tímabili skal vinnu hætt eða starfsmenn noti viðeigandi gasgrímu og beri gasmæli.
Styrkur SO2 í Hafnarfirði hefur nú þegar farið yfir 2600 µg/m3 að meðaltali á 15 mín tímabili. Búist er við því að styrkur SO2 fari hækkandi á höfuðborgarsvæðinu.
Viðbrögð við núverandi mengun eru því eftirfarandi : Börn eigi ekki að vera úti við nema til að komast til og frá skóla, ásamt því að fólk skuli forðast áreynslu utandyra og slökkva á loftræstingu.