Vegfarendur beðnir um að fara varlega
28.10.2025
Almennt - tilkynningar
Kæru íbúar.
Til stóð að fara í malbikun á stígum og malbikunarviðgerðir víða um bæinn í dag. Starfsmenn Þróttar höfðu undanfarna daga brotið upp malbiksskemmdir, undirbúið viðgerðina og sett keilur til viðvörunar. Í ljósi veðurspár er líklegt að verkið frestist fram í næstu viku.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og aðgát.





