Fara í efni  

Byggðasafnið fær 2,8 milljónir króna úr safnasjóði

Safnasvæðið í Görðum. Ljósmynd: Finnur Andrésson
Safnasvæðið í Görðum. Ljósmynd: Finnur Andrésson

Byggðasafnið Görðum fékk nýlega 2,8 m.kr. styrk út safnasjóði 2015. Það var mennta- og menningarmálaráðherra sem sá um úthlutun styrksins að fengnum tillögum safnaráðs.

Styrkveitingunni er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu muna í Sarp og var úthlutað kr. 800.000 í það verkefni. Sarpur er upplýsingakerfi sem varðveitir upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar. Þá fékk einnig verkefnið Steinaríki Íslands úthlutað kr. 1.000.000 sem nota á til uppfærslu á uppsetningu sýningar um Steinaríkið ásamt skráningu í Sarp. Einnig fékk safnið rekstrarstyrk að upphæð kr. 1.000.000. 

Alls voru umsóknir um styrki 130 talsins og var úthlutað til 86 verkefna og nam styrkveiting frá kr. 250.000 til 2.000.000. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00