Fara í efni  

Brekkubæjarskóli tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023

Í dag á alþjóðlegum degi kennara óskum við Brekkubæjarskóla innilega til hamingju með tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna árið 2023.

Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum.

Brekkubæjarskóli fær tilnefningu í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta. Fyrir þróun árangursríkrar teymiskennslu og inngildandi kennsluhátti.

Tilnefningin er mikill heiður og til marks um það frábæra starf sem unnið er í skólanum. hér má lesa tilnefninguna í heild sinni.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00