Fara í efni  

Barnamenning áberandi á Vökudögum í ár

Tvö af verkum nemenda í Grundaskóla á Barnamenningarhátíð
Tvö af verkum nemenda í Grundaskóla á Barnamenningarhátíð

Á Vökudögum í ár verður sérstök áhersla lögð á barnamenningu og af því tilefni verður sérstakur barnamenningarþráður í dagskránni.

Bókasafninu á Akranesi var veittur sérstakur styrkur frá Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi til barnamenningarhátíðar fyrir svæðið sunnan Skarðsheiðar sem er hluti af áhersluverkefni undir Sóknaráætlun Vesturlands. Unnið hefur verið að því verkefni með miðstigum grunnskólanna þriggja á svæðinu og þá sérstaklega með 6. bekkjum skólanna. Þema verkefnisins er Bókmenntir og listir tengt svæðinu og hafa börnin unnið að margskonar sköpun í skólanum það sem af er þessu skólaári. Á Vökudögum verður sköpun barnanna sett fram í þremur mismunandi sýningum og er fyrirhugað að halda opnar smiðjur í tengslum við sýningarnar. Þá mun Improv Ísland halda sérstakar sýningar í Bíóhöllinni á Akranesi fyrir miðstig skólanna. Í verkefninu er unnið með barnamenningu út frá þremur megin stoðum:  

  • Menning sköpuð af börnum
  • Menning með börnum
  • Menning fyrir börn

Auk þessa sérstaka verkefnis, sem miðar að miðstigum grunnskólanna, er auk þess ýmislegt á dagskrá fyrir börn á öllum aldri og verða barnamenningarviðburðir sérstaklega auðkenndir í dagskrá Vökudaga.

Allar ábendingar um barnamenningarviðburði, sem og aðra viðburði, eru vel þegnar og má senda upplýsingar á mannlif@akranes.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00