Fara í efni  

Aukin þjónusta leikskóla yfir sumartímann

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 21. mars síðastliðinn að leikskólar á Akranesi loki aðeins í þrjár vikur yfir sumartímann í stað fimm.

Síðastliðin ár hafa leikskólarnir lokað í fimm vikur yfir sumarið og einn leikskóli tekið að sér rekstur tveggja vikna sumarskóla fyrir alla leikskólana. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og leikskólastjórar lögðu til við skóla- og frístundaráð að gerð verði tilraun sumarið 2017 þess efnis að allir leikskólar loki aðeins í þrjár vikur. Eftir sem áður verður í gildi ákvæði í verklagsreglum um leikskólana á Akranesi að hvert barn skuli taka fjögurra vikna samfellt sumarleyfi ár hvert og fyrri samþykkt um að fimmta vikan í samfelldu sumarleyfi verði áfram gjaldfrjáls.

Markmiðið með þessu nýja fyrirkomulagi er að veita foreldrum betri þjónustu með því að skapa meiri sveigjanleika til orlofstöku og það sama á við um starfsmenn leikskólanna. Leikskólabörnin þurfa þá ekki að breyta um leikskóla yfir sumartímann og meiri líkur eru á að þessi breyting komi betur á móts við börn sem hafa sértækar þarfir í skólastarfinu. Reynslan af nýju fyrirkomulagi verður metin í lok sumars og niðurstaðan kynnt fyrir skóla- og frístundaráði í september ásamt tillögum um framtíðarskipan.

Hér má skoða nýjustu fundargerð skóla- og frístundaráðs. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00