Appelsínugul viðvörun
28.10.2025
Almennt - tilkynningar
Akraneskaupstaður vill vekja athygli íbúa á að Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og Akranes. Viðvörunin tekur gildi frá og með klukkan 14.00 í dag og mun standa fram eftir degi. Líkur eru á mikilli snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni.
Mikilvægt er að forsjáraðilar barna hafi í huga að röskun getur orðið á skóla, frístundastarfi og skipulögðum æfingum nú í lok dags vegna veðursins og að forsjáraðilar séu tilbúnir til þess að sækja börn í skóla eða frístundastarf. Akraneskaupstaður hvetur forsjáraðila til að fylgja börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi.
Búast má við talsverðum samgöngutruflunum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát, fylgjast með veðurspám og vitja barna sinna.





