Fara í efni  

Akraneskaupstaður fær styrkveitingu fyrir uppbyggingu á Breiðinni

Breiðin á Akranesi
Breiðin á Akranesi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur veitt Akraneskaupstað styrkveitingu úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða samtals 12 milljónir króna vegna verkefnisins „Breiðin á Akranesi“

Styrkveitingin er meðal annars til yfirborðsfrágangs göngustíga, göngusvæða og búnaðar á lóð. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi ferðamanna og styðja við uppbyggingu í kringum menningarminjar en í umsókn Akraneskaupstaðar segir að verkefnið á Breiðinni hafi margþættan tilgang. Í fyrsta lagi að efla svæðið sem útivistarsvæði, í öðru lagi að gera söguna sýnilegri á svæðinu og styrkja menningalegt gildi þess, í þriðja lagi að auka aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn og í fjórða lagi að tryggja öryggi og aðgengi fyrir alla að svæðinu. Í hönnunartillögu sem þegar hefur verið lögð fram er leitast við að gestir sem koma á svæðið upplifi söguna.

Alls fengu 50 verkefni styrk og voru hæstu styrkirnir til Akraneskaupstaðar og Vatnajökulsþjóðgarðsins.  ,,Akranesviti er einn af okkar helstu seglum í ferðaþjónustunni og Breiðarsvæðið á sér mjög merkilega sögu þannig að við fögnum þessu mjög“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri en skrifað verður undir samning fljótlega við Ferðamálastofu um framgang verkefnisins.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00