Fara í efni  

Ferjusiglingar á ný?

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun um það að bæjarfélögin hefji sameiginlega skoðun á því hvort flóasiglingar á milli Akranes og Reykjavíkur geti verið góður valkostur í almenningssamgöngum.

Viljayfirlýsingin var undirrituð á Ægisgarði í gömlu höfninni í morgun en með henni skuldbinda bæjarfélögin sig til að fara í ítarlega markaðsrannsókn til að kanna tekjuhlið slíkra siglinga.

Hugmyndin er að hafa  bát í ferðum á milli Reykjavíkur og Akraness,  eins konar bátastrætó, sem einnig gæti verið í ferðum á milli Viðeyjar og jafnvel Gufuness. Einungis tæki um 30 mínútur að sigla á milligöngu hafnarinnar í Reykjavík og Akraneshafnar.

Regína Ásvaldsdóttir segir að margir bæjarbúar sakni gömlu Akraborgarinnar. ,,Ég er viss um að margir myndu nýta sér slíka ferju og þetta myndi klárlega nýtast okkur við eflingu ferðaþjónustunnar á Akranesi“

Faxaflóahafnir hafa þegar látið vinna frumskýrslu um málið en hana vann Bergþóra Bergsdóttir og var hún kynnt í borgarráði sl. fimmtudag og í bæjarráði sl. þriðjudagskvöld. 

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að slík ferja myndi þjóna tvenns konar tilgangi. Annars vegar að bjóða upp á fastar áætlunarferðir á milli Reykjavíkur og Akraness en hins vegar valkost fyrir erlenda ferðamenn.

Skýrsluna má finna hér.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00