Fréttasafn
Bragi Þórðarson hlýtur nafnbótina Heiðursborgari Akraness
24.10.2018
Á kvöldstund með Braga Þórðar þann 1. nóvember næstkomandi hlýtur Bragi nafnbótina Heiðursborgari Akraness. Um áratugaskeið hefur Bragi safnað og gefið út sögur af fólki og annan fróðleik um Akranes, alls 22 bækur auk fjölda annarra verka. Í verkum hans liggja ómetanleg verðmæti sem hann hefur bjargað frá því að falla í gleymsku og...
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 23. október
19.10.2018
1281. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 23. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Akraneshafnar
18.10.2018
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 2. ágúst 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 skv. 31. gr. sbr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010,vegna Akraneshafnar. Breytingin felst m.a. í endurbyggingu og lengingu Aðalhafnargarðs.
Lesa meira
Lýsing vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna Flóahverfis og Smiðjuvalla
18.10.2018
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Flóahverfi á Akranesi skv. 30. gr. og 40 gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst m.a. í stækkun á landnotkunarreit og staðsetningu gróðurbelta. Í deiliskipulagi felst breytingin í fjölgun og minnkun lóða og færslu á götu.
Lesa meira
Vintage pictures taka upp íslenska kvikmynd á Akranesi
15.10.2018
Framleiðslufyrirtækið Vintage pictures er staðsett um þessar mundir á Akranesi til þess að taka upp íslenska kvikmynd. Kvikmyndin heitir Hey hó Agnes Cho og gerist hún að mestu leyti á Akranesi. Um er að ræða dramatíska kvikmynd með húmor, eins og þær gerast best. Leikstjóri myndarinnar er Silja Hauksdóttir.
Lesa meira
Kjördæmavika þingmanna Norðvesturkjördæmis
15.10.2018
Í síðustu viku fóru fram hinir svokölluðu kjördæmadagar þar sem þingmenn fóru út í kjördæmin sín og hittu kjósendur, sveitarstjórnarfólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.
Lesa meira
Bæjarráð Akraness samþykkir styrkveitingu til KFÍA
11.10.2018
Á fundi bæjarráðs Akraness þann 10. október síðastliðinn samþykkti bæjarráð Akraness tillögu Rakelar Óskarsdóttur bæjarfulltrúa um að veita KFÍA styrk að fjárhæð 1,0 m.kr. vegna árangurs meistaraflokks og annars flokks karla í knattspyrnu í ár. Meistaraflokkur karla sigraði Inkasso deildina með 48 stigum og fara...
Lesa meira
Dýraeftirlit - hunda- og kattahreinsun
08.10.2018
Hunda- og kattaeigendur athugið
Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 9. október
05.10.2018
1280. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 9. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Hreystigarður fyrir fullorðna uppsettur á Langasandi árið 2019
05.10.2018
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 4. október síðastliðinn að settur yrði upp hreystigarður fyrir fullorðna sem staðsettur yrði á Langasandssvæðinu, fyrir neðan Akraneshöllina þar sem m.a. ærslabelgurinn er staðsettur. Hreystigarðurinn verður útbúinn átta hreystitækjum með gervigras sem undirlag og gróður í kring til skjól- og rýmismyndunar.
Lesa meira