Slökkviliðið auglýsir eftir nýliðum
02.12.2025
Almennt - tilkynningar
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir nýliðum til starfa til að sinna útkallsverkefnum slökkviliðsins. Kynningarfundur verður haldinn á Slökkvistöð Akraness og Hvalfjarðarsveitar að Kalmansvöllum 2 annað kvöld (3. desember) kl. 20.
Lögboðin verkefni slökkviliðs:
- Vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss.
- Slökkvistarf innanhúss og reykköfun.
- Viðbrögð við mengurnar- og eiturefnaslysum, eiturefnaköfun.
- Björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.
- Eldvarnareftirlit og forvarnir
Önnur verkefni slökkviliðs m.a:
- Verðmætabjörgun.
- Aðstoð vegna vatnstjóna.
- Upphreinsistörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hafa lokið iðnmenntun (sveinsprófi) eða sambærilegu (t.d. stúdentsprófi.
- Æskilegt að hafa aukin ökuréttindi/meirapróf til að stjórna vörubifreið (C - flokkur)
- Góð íslenskukunnátta skilyrði og góð enskukunnátta æskileg
- Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
- Hafa góða líkamsburði og gott andlegt / líkamlegt heilbrigði
- Hafa góða sjón og heyrn, rétt litaskyn og vera ekki haldin lofthræðslu eða með innilokunarkennd
- Almenn reglusemi, gott siðferði og háttvísi
- Búseta á starfssvæði slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar er skillyrði
Allar nánari upplýsingar er að finna á Alfred.is þar sem einnig er hægt að sækja um starfið.






