Lokun við Garðabraut 1
03.11.2025
Almennt - tilkynningar
Þriðjudaginn 4. nóvember verður lokað fyrir umferð frá Faxatorgi og að gatnamótum Garðabrautar og Skarðsbrautar. Áætlað er að lokunin standi yfir til og með 7. nóvember.
Til stendur að taka niður byggingarkrana sem staðsettur er við Garðabraut 1 og vegna öryggissjónarmiða er þessum hluta Garðabrautar lokað meðan á þessari vinnu stendur. Að gefnu tilefni er minnt á að Höfðabraut er einstefnugata.
Röskun verður á áætlun strætó á meðan á lokun stendur og verður því ekki stoppað á stoppistöðvum á Garðabrautinni þessa daga. Hjáleið strætó þessa vikuna má sjá á meðfylgjandi mynd hér að neðan.






