Framhaldsskref í innleiðingu Solihull – námskeið um áföll
22.01.2026
Starfsfólk á velferðar- og mannréttindasviði Akraneskaupstaðar sótti framhaldsnámskeiðið „Að skilja áföll“ á vegum Geðverndarfélags Íslands í gær. Námskeiðið var haldið á Garðavöllum og er liður í áframhaldandi innleiðingu Solihull-nálgunarinnar með farsæld barna og fjölskyldna á Akranesi að leiðarljósi.
Solihull aðferðin miðar að því að efla tengsl barna og foreldra og styrkja hæfni fagfólks til að mæta þörfum fjölskyldunnar með auknum skilningi á hegðun, samskiptum og tilfinningalegri heilsu.
Við þökkum Geðverndarfélagi Íslands innilega fyrir gagnlegt og fræðandi námskeið.
Áhugasamir geta lesið um Solihull aðferðina hér.





