Fara í efni  

Akraneskaupstaður auglýsir stöðu félagsráðgjafa

Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar auglýsir stöðu félagsráðgjafa í samþætta farsældar- og barnaverndarþjónustu. Um er að ræða 100% tímabundna stöðu til eins árs. Leitað er eftir félagsráðgjafa með starfsréttindi í félagsráðgjöf eða aðra sambærilega háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hægt er að sækja um starfið hér. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á allri almennri vinnslu barnaverndarmála.
  • Bakvaktir í barnavernd.
  • Greining á þjónustuþörfum barns og fjölskyldu þess.
  • Veita ráðgjöf og upplýsingar um vernd barna og þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Bera ábyrgð á málstjórn í stuðningsteymum þar með talið ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu.
  • Gerð og eftirfylgd meðferðar- og stuðningsáætlana sem og mat á árangri.
  • Teymisvinna og samstarf við lykilstofnanir og hagsmunasamtök í málefnum barna.
  • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi innan sveitarfélagsins og utan þess.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda.
  • Víðtæk þekking og reynsla af þjónustu við börn og fjölskyldur.
  • Þekking og reynsla af vinnslu barnaverndarmála.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Þekking á lagaumhverfi og stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkis er kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð viðhorf.
  • Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta (B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.

 
Athygli er vakin á því að starfið hentar öllum kynjum og eru öll hvött til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00