Fara í efni  

Bæjarstjórn

1274. fundur 08. maí 2018 kl. 17:00 - 17:56 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að taka á dagskrá með afbrigðum mál. nr. 1802017 (Sveitarstjórnarkosningar 2018). Málið verður nr. 8 í dagskránni.

Samþykkt 9:0.

1.Ársreikningur 2017 - ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit

1805042

Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar Akraness á ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskaupstaðar vegna ársins 2017.
Bæjarstjórn staðfestir ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskaupstaðar vegna ársins 2017.

Samþykkt 9:0.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017 - A hluti

1804133

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017, A-hluti. Síðari umræða.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafn
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Rekstrarniðurstaða A-hluta, fyrir óreglulega liði, þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sbr. lög 127/2016, er jákvæð um 722,2 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 179,4 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta eftir óreglulega liði er jákvæð um 245,6 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 179,4 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í þús.króna 565.874 en nam kr. 615.179 árið 2016.
Skuldaviðmið er 61% en var 62,% árið 2016.
EBITDA framlegð er 12,52% en var 4,28% árið 2016.
Veltufé frá rekstri er 13,96% en var 16,44% árið 2016.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 98% en var 99% árið 2016.
Eiginfjárhlutfall er 52% en var 55% árið 2016.
Veltufjárhlutfall er 1,7 en var 1,79 árið 2016.

Forseti leggur fram tillögu um að ræða dagskrárliði nr. 2 til og með nr. 4 saman undir dagskrárlið nr. 2 og að gerð verði grein fyrir umræðunni þar þó hvert og eitt mál verði eðli máls samkvæmt afgreitt sérstaklega.

Tillagan samþykkt 9:0.

Til máls tóku:
ÓA sem leggur fram eftirtalda bókun bæjarfulltrúa Akraness:

Á rekstrarárinu 2017 skilar Akraneskaupstaður um 240 m.kr afgangi eða um 75 m.kr umfram áætlun og verður það að teljast frammúrskarandi góður árangur þegar horft er til þess að gjaldfærsla á lífeyrisskuldbindingum hefur aldrei í sögu Akraneskaupstaðar verið hærri á einu rekstrarári eða um 886 m.kr. Þar af var einskiptis kostnaður Akraneskaupstaðar vegna uppgjörs á halla A-deilda lífeyrissjóða, um 476 m.kr. Kostnaðurinn var gjaldfærður á einu ári ólíkt því sem gerist hjá mörgum sveitarfélögum á Íslandi og mun því ekki íþyngja rekstri Akraneskaupstaðar á komandi árum.

Rekstur Akraneskaupstaðar er traustur og bera lykiltölur í rekstri bæjarfélagsins þess merki. Skuldahlutfall samstæðunnar fer lækkandi og er 98%, eiginfjárhlutfallið er 50%, veltufjárhlutfall er yfir 1 og veltufé frá rekstri nam um 884 m.kr. á árinu 2017 auk þess sem hlutfall útsvars í rekstrartekjum fer hækkandi. Framlegðarhlutfall rekstrar er 11,55% og hækkar verulega milli ára sem er ánægjulegt.

Þó að reksturinn sé traustur verður það áfram verkefni bæjarfulltrúa á Akranesi að byggja enn betri grunn undir rekstur Akraneskaupstaðar þannig að tekjur og gjöld verði í góðu jafnvægi og Akraneskaupstaður geti sinnt þeim miklvægu verkefnum, uppbyggingu og þjónustu sem honum ber til framtíðar.

Ólafur Adolfsson (sign)
Sigríður Indriðadóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Þórður Guðjónsson (sign)
Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir (sign)
Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)
Ingibjörg Pálmadóttir (sign)

Frh. umræðu:

IV sem leggur fram eftirfarandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar:

Ánægjulegt er að sjá að rekstrarárið 2017 sé að skila góðum afgangi eða um 240 m.kr. afgangi eða um 75 m.kr.umfram áætlun. Einnig er gott er að sjá að framlegðarhlutfall rekstrar er að hækka þar sem það hefur ekki verið ásættanlegt sl. ár.

Horfa þarf þó í það hvaðan þær tekjur eru að koma sem mynda þessa rekstrarafkomu Aðalsjóðs A-hluta. Meirihluti teknanna er að koma í gegnum útsvar og fasteignaskatt og er sá hluti um 108m.kr. umfram áætlun. Þó er ríflega 20% af tekjunum að koma frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga og er sá hluti um 236m.kr. umfram áætlun. Okkur finnst það ekki jákvætt að vera að fá þetta hátt hlutfall frá jöfnunarsjóði þar það segir okkur að Akraneskaupstaður sé undir meðaltali þegar kemur að útsvarsgreiðslum ss.lágtekjusvæði og það þarf að bæta.

Jákvætt er að skuldahlutfall samstæðunnar fari lækkandi því dýrt er að skulda of mikið. Hafa þarf þó í huga að það getur líka verið dýrt að fara ekki í nauðsynlegt viðhald á fasteignum og götum bæjarins. Fjárfestingarhluti reikningsins er um 221m.kr. undir áætlun sem þýðir að ekki var nýttur allur sá peningur sem áætlaður var í endurgerð gatna og aðrar fjárfestingar á síðasta ári.

Næg verkefni eru framundan og því nauðsynlegt er að hafa reksturinn í góðu jafnvægi til að geta tekist á við þau. Nú eru alla vega til peningar í sjóðum bæjarins til að sinna þeim verkefnum sem hafa setið á hakanum sl. ár.

Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)

Frh. umræðu
IP, RÓ og ÞG.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga A- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017 - B-hluti

1804134

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017, B-hluti. Síðari umræða.
2.1 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2 Gáma
2.3 Háhiti ehf.
2.4 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 5,9 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 2,5 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis verði samþykktir.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga B- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

4.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017 - samstæða

1804135

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2017. Síðari umræða.
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir óreglulega liði þ.e. þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sbr. lög 127/2016, var jákvæð um 716,3 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 181,9 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, eftir óreglulega liði, var jákvæð um 239,7 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 181,9 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í þús.króna 1.330.042 en nam 1.235.960 árið 2016.
Skuldaviðmið er 61% en var 62,% árið 2016.
EBITDA framlegð er 11,55% en var 3,89% árið 2016.
Veltufé frá rekstri er 12,73% en var 14,58% árið 2016.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 93% en var 94% árið 2016.
Eiginfjárhlutfall er 50% en var 53% árið 2016.
Veltufjárhlutfall er 1,62 en var 1,66 árið 2016.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

5.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl síðastliðinn viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018 og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Samþykkt 9:0.

6.Öldungaráð

1804207

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl síðastliðinn tillögu um samþykkt um stofnun öldungaráðs Akraness og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:
IV sem gerði breytingartillögu varðandi 3. gr. reglnanna.
ÓA sem gerði tillögu um að afgreiðslu málsins yrði vísað að nýju til bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu að nýju til bæjarráðs.

Samþykkt 9:0.

7.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - breytingatillögur á samþykktum

1707075

Breytingar á samþykktum lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
Til máls tók:
SFÞ.

Samþykkt 9:0.

8.Sveitarstjórnarkosningar 2018

1802107

Bæjarstjórn samþykkir kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2018. Bæjarráði er veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna kosninga til sveitarstjórna þann 26. maí næstkomandi í samræmi við 10. gr. laga númer 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði ákvörðun um greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna.
Samþykkt 9:0.

9.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3342. fundargerð bæjarráðs frá 26. apríl 2018.
Til máls tóku:
IP um liði nr. 7 og nr. 8.
ÓA um lið nr. 7.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð

1801008

80. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. mars 2018.
81. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 16. apríl 2018.
82. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 30. apríl 2018.
Til máls tóku:

VLJ um fundargerð nr. 81, lið nr. 8.
ÓA um fundargerð nr. 81, lið nr. 8.
SFÞ um fundargerð nr. 81, lið nr. 8.
IP um fundargerð nr. 81, lið nr. 8.
ÓA um fundargerð nr. 81, lið nr. 8.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2018 - Höfði

1801015

81. fundargerð stjórnar Höfða frá 12. apríl 2018
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2018 - Orkuveita Reykjavíkur

1801026

258. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. mars 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1801023

859. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:56.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00