Fara í efni  

Tilkynning um afgreiðslu á tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Breiðarsvæðis, Breiðargötu 8, 8A og 8B.

Á fundi sínum 24. maí síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akraness breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis.  Sjá fundargerð bæjarstjórnar.

Í samræmi við ákvæði 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun til meðferðar. Í kjölfarið á afgreiðslu Skipulagstofnunar verður auglýsing um gildistöku breytingarinnar birt í B-deild Stjórnartíðinda. Samhliða birtingu í B-deild verður birt auglýsing um afgreiðslu málsins í dagblöðum.

Bæjarstjórn Akraness þakkar öllum þeim sem sýndu málinu áhuga með því að senda inn umsögn/athugasemd vegna tillögunnar. Öllum sem sendu inn athugasemdir var send tilkynning um afgreiðslu málsins og umsögn sveitarfélagsins. Þeim sem skrifuðu sig á undirskriftarlista vegna málsins er bent á að umsögn bæjarstjórnar er að finna hér. Sjá umsögn.

Hægt er að nálgast útprentað eintak af umsögninni í þjónustuveri Akraneskaupstaðar 1. hæð, Stillholti 16-18, Akranesi.

Vakin er athygli á því að framangreind afgreiðsla bæjarstjórnar Akraness er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála samkvæmt 4. gr. laga nr. 120/2011. Nefndin er til húsa að Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá því ákvörðunin er birt opinberlega.

Kærufresturinn byrjar að líða þegar auglýsing um gildistöku breytingarinnar hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00