Fara í efni  

Bæjarstjóri veitti Neyðarkallinum móttöku

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og Ásgeir Örn Kristinsson frá Björgunarfélagi Akraness.
Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og Ásgeir Örn Kristinsson frá Björgunarfélagi Akraness.

Akraneskaupstaður styður árlega við Björgunarfélag Akraness með kaupum á stórum Neyðarkalli og er þar með einn af mörgum stoltum bakhjörlum björgunarsveita á Íslandi. Á meðfylgjandi mynd má sjá Harald Benediktsson bæjarstjóra veita kallinum viðtöku, en það var Ásgeir Örn Kristinsson sem afhenti hann fyrir hönd björgunarfélagsins.

Neyðarkall björgunarsveitanna hófst árið 2006 og er því um að ræða 20. skiptið sem björgunarsveitirnar styrkja starf sitt með þessum hætti. Í ár er Neyðarkallinn straumvatnsbjörgunarkall en með honum vill Landsbjörg heiðra minningu félaga síns, Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést af slysförum í fyrra við æfingar á straumvatnsbjörgun.

Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00