Fara í efni  

Bæjarráð

3598. fundur 17. júlí 2025 kl. 08:15 - 13:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Mánaðayfirlit 2025

2503064

Mánaðaryfirlit jan - maí 2025.

Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 2 til og með nr. 4.
Lagt fram.

Rekstrarliðir halda áfram að þróast í jákvæða átt.

Bæjarráð áréttar sem fyrr mikilvægi áframhaldandi aðhalds í rekstri og óskar eftir skýringum og gögnum m.a. vegna þeirra frávika sem birtast í fyrirliggjandi mánaðayfirliti sbr. nánari útlistun í ítarbókun.

Samþykkt 3:0

2.Hagstofa Íslands - þjóðhagsspá í júlí 2025

2507034

Hagstofa Íslands - þjóðhagsspá í júlí. Spáin tekur til áranna 2025 til 2030.
Lagt fram.

3.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 - 2029

2507037

Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 - 2029.
Lagt fram.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.

2507075

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2026 og vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.

Samtal um vinnulag og aðferðarfræði við komandi áætlunargerð.
Bæjarráð óskar eftir þvi við fjármálastjóra að vinnufundi bæjarfulltrúa vegna fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar verði flýtt og hann haldinn í lok ágúst í stað september nk. ef þess er nokkur kostur.

Gert er ráð fyrir að á þeim fundi verði tekin umræða um vinnulag áætlunarinnar við fjárhagsáætlunargerðina.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

5.Tækjakaup - nýir eldveggir

2502117

Beiðni um fjárframlag og viðauka vegna kaupa á miðlægum búnaði/eldveggjum.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir úthlutun fjármuna vegna kaupa á búnaðinum og viðauka nr. 6 samtals að fjárhæð kr. 5.900.000. Útgjöldin færast á deild 21670-4660 og er mætt af deild 20830-4660 að sömu fjárhæð.

Samþykkt 3:0

6.Ægisbraut 13 - leigusamningur um atvinnuhúsnæði - áhaldahús, þjónustumiðstöð

2410279

Beiðni um viðauka vegna leiguútgjalda þjónustumiðstöðvar á árinu 2025 (Ægisbraut 13).

Leigusamningurinn var samþykktur í lok nóvember á síðasta ári en útgjöldin rötuðu ekki inn í áætlun ársins.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir úthlutun fjármuna vegna leigútgjaldanna og viðauka nr. 7 samtals að fjárhæð kr. 12.500.000. Útgjöldin færast á deild 31900-4420 og er mætt af deild 20830-4995 að sömu fjárhæð.

Samþykkt 3:0

7.Gott að eldast, aðgerðaráætlun um þjónustu við fólk með heilabilun

2410206

Bæjarráð samþykkti erindið á fundi ráðsins þann 26. júní 2025 en frestaði afgreiðslu formlegs viðauka til næsta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir úthlutun fjármuna vegna þjónustunnar og viðauka nr. 8 samtals að fjárhæð kr. 2.880.000. Útgjöldin færast á deild 02530-4980 og er mætt af liðum 20830-4995 að fjárhæð kr. 1.500.000, 20830-4660 að fjárhæð kr. 1.100.000 og lið 31830-4620 að fjárhæð kr. 280.000.

Samþykkt 3:0

8.Langtímaveikindi starfsmanna 2025 (veikindapottur) fyrri hluti árs

2506123

Veikindapottur, fyrstu 6 mánuði ársins
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir úthlutun fjármuna vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2025. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. janúar til og með 30. júní og nemur samtals kr. 59.713.988 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 9 að fjárhæð kr. 59.713.988 og er ráðstöfuninni mætt af deild 20830-1691 og fært á tegundarlykilinn 1691 á hverja stofnun fyrir sig samkvæmt skiptingu sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Samþykkt 3:0

9.Farsælt starfsumhverfi - viðverustefna

2507071

Farsælt starfsumhverfi er stefna Akraneskaupstaðar um viðveru og farsæld í starfi. Markmiðið er að draga úr skammtímaveikindum starfsfólks. Notaður er Bradford kvarði sem búið er að tengja við Vinnustund.

Viðverustefnan getur einnig dregið úr langtímaveikindum þar sem hægt er að grípa inn í fyrr og er þá stuðst við svonefndan Bradford kvarða.

Námskeið fara af stað í haust þar sem stjórnendur fá þjálfun frá Vinnuvernd.







Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir stefnu Akraneskaupstaðar um viðveru og farsæld í starfi.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð telur stefnuna mikilvæga með tilliti til bætts starfsumhverfis starfsmanna Akraneskaupstaðar og óskar eftir skýrslugjöf síðar um hvernig til hefur tekist með innleiðingu o.fl.

10.Breyting á deiliskipulagi Sementsreit - Djúpgámar

2507056

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 14. júlí 2025, að leggja til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Sementsreits, vegna djúpgáma, lóðarstærðar A reits og spennustöðvar, verði kynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 12 til og með 20.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að breyting á deiliskipulagi Sementsreits, vegna djúpgáma, lóðastærðar A reits og spennistöðvar, verði kynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 3:0

11.Breyting á Aðalskipulagi Akranes 2021-2033 - Stækkun I-314

2507058

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 14. júlí 2025 að leggja til við bæjarstjórn að málsmeðferð vegna breytinga á Aðalskipulagi Akraness, vegna nýs deiliskipulags Höfðasels, svæði I-314, verði samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að málsmeðferð vegna breytinga á Aðalskipulagi Akraness, vegna deiliskipulags Höfðasels, svæði I-314, verði samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 3:0

12.Deiliskipulag - Höfðasel

2103268

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 14. júlí 2025 að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Höfðasel verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að tillaga að nýju deiliskipulag fyrir Höfðasel verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 3:0

13.Tjarnarskógar 4 - skil á lóðum

2507061

Lóðarhafi hefur óskað eftir að fá að skila inn lóðinni.
Bæjarráð bendir að samkvæmt gjaldskrá Akraneskaupstaðar um gatnagerðargjöld sem og úthlutunarreglum lóða er gert ráð fyrir að endurgreiðsla gatnagerðargjalda fari fram við endurúthlutun lóðar til nýs lóðarhafa.

Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs frekari úrfærslu málsins og að eiga samtal við lóðarhafa um mögulega útfærslu málsins.

Samþykkt 3:0

14.Tjarnarskógar 6 - skil á lóðum

2507069

Umsækjandi hefur óskað eftir að fá að skila inn lóðinni.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir beiðni umsækjanda um skil á lóðinni og endurgreiðslu umsóknargjaldsins að frádregnu umsýslugjaldi.

Samþykkt 3:0

15.Ályktun Aðalfundar Golfklúbbsins Leynis - Samningur um landnýtingu Leynis á deiliskipulagi golfvallar 5455

2506087

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 24. júní 2025 og gert ráð fyrir að málið yrði að nýju á dagskrá fundar bæjarráðs þann 17. júlí 2025.



Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að málið komi að nýju til bæjarráðs á næsta reglulega fund ráðsins.

Samþykkt 3:0

16.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss

2506125

Á fundi sínum þann 24. júní 2025, óskaði bæjarráð eftir frekari rýningu á valkostum í stöðunni og fól sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs, skipulags- og umhverfissviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs, frekari úrvinnslu málsins.



Málið er enn til vinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð leggur áherslu á að í raun er um tvo aðskilin mál að ræða sem vissulega flettast saman þ.e. annars vegar að verja mannvirkið vegna hárrar grunnstöðu vatns á svæðinu og svo hins vegar æfingaaðstaða félagsins innandyra til skemmri og lengri tíma. Bæði málin eru til skoðunar, hið fyrra hjá skipulags- og umhverfissviði og hið síðara hjá skóla- og frístundasviði.

Samþykkt 3:0

17.Skógarlundur 38 - Umsókn um byggingarlóð

2507073

Trésmiðjan Akur ehf. sækir um lóðina Skógarlundur 38 með fyrirvara um að fallist verði á tilteknar breytingar á gjöldum og að veittur verði gjaldfrestur sem taki mið af væntanlegri sölu íbúða.

Í erindi umsækjanda felst ósk um miklar breytingar á gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir gatnagerðargjöld og fyrirkomulagi varðandi byggingarrétt, gjöld og greiðslufresti. Sér bæjarráð sér ekki fært að verða við óskum umsækjanda hvað þetta varðar.

Bæjarráð tekur hins vegar fram að gjaldskráin og tengd þjónustugjöld eru sífellt til skoðunar, m.a. í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert, og verður svo einnig nú á komandi hausti.

Samþykkt 3:0

18.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Eftirfylgni um stöðu málsins - samskipti við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun o.fl.
Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnununar (HMS) hefur uppbyggingaraðili ekki brugðist við tilmælum tilnefnds tímabundins eftirlitsmanns.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samstarfi við fulltrúa HMS og er gert ráð fyrir fundi strax í byrjun ágústmánaðar nk.

Samþykkt 3:0

19.Klifurfélag ÍA - húsnæði og starfsemi

2506017

Umfjöllun um framtíðarhúsnæði fyrir Klifurfélag Akraness.

Markmið Akraneskaupstaðar er að leitast við að starfsemi aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraness geti farið fram í í íþróttamannvirkjum kaupstaðarins.

Skóla- og frístundaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 4. júní 2025 og vísaði málinu til skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 14. júlí 2025 og samþykkti framkvæmdina fyrir sitt leyti enda leiði hún ekki til aukakostnaðar fyrir Akraneskaupstað.

Haft hefur verið samráð við Andrúm arkitekta varðandi verkið og ekki gerðar neinar athugasemdir af þeirra hálfu vegna þessa.

Skipulags- og umhverfisráð vísaði málinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að ráðiðst verði í framkvæmdina en ekki er gert ráð fyrir neinum kostnaðarauka fyrir Akraneskaupstað.

Bæjarráð fagnar því að starfsemi félagsins til framtíðar litið sé komin í mannvirki Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

20.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

2410062

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti samþykktina með tilteknum breytingum á fundi sínum þann 30. júní 2025 og vísaði málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir samþykkt Akraneskaupstaðar um meðhöndlun úrgangs og að samþykktin verði send umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytinu til yfirferðar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

21.Gott að eldast - samráð og útfærsla samþættingar á Akranesi

2408122

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á fundin sínum þann 3. júlí 2025 erindibréf sameiginlegs móttöku- og matsteymis Akraneskaupstaðar, Hjúkrunarheimilis Höfða og HVE og vísaði til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf hópsins en fyrirkomulagið felur ekki í sér nein aukaútgjöld fyrir Akraneskaupstað.

Samþykkt 3:0

22.Seltjarnarnesbær - Ósk um samstarf vegna barnaverndarþjónustu

2507076

Seltjarnarnesbær - ósk um samstarf vegna barnaverndarþjónustu
Bæjarráð vísar til fyrri afgreiðslu bæjarráðs frá fundi nr. 3588 þann 27. febrúar sl. vegna fyrirhugaðs samstarfs við Dalayggð um framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu sem var til meðferðar í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar um allangt skeið en fallið var frá þeim áformum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að upplýsa Seltjarnarnesbæ um niðustöðuna.

Samþykkt 3:0

23.Fundir bæjarráðs 2025

2504070

Ákvörðun um tímasetningu næsta reglulega fundar bæjarráðs.
Næsti reglulegi fundur bæjarráðs verður á hefðbundnum fundartíma í ágúst nk. sbr. samþykkta fundaáætlun ársins.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00