Fara í efni  

Grundaskóli hlýtur viðurkenningu íslenskrar málnefndar árið 2017

Skólastjórn Grundaskóla. Frá vinstri: Margrét Ákadóttir, Flosi Einarsson, Sigurður Arnar Sigurðsson …
Skólastjórn Grundaskóla. Frá vinstri: Margrét Ákadóttir, Flosi Einarsson, Sigurður Arnar Sigurðsson og Kristrún Dögg Marteinsdóttir

Á Málræktarþingi 2017 sem fram fór í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 15. nóvember síðastliðinn hlaut Grundaskóli á Akranesi sérstaka viðurkenningu fyrir árangursríkt starf tengt kennslu í ritun og vinnu tengt tungumálinu okkar. Í umsögn málnefndar segir að „Grundaskóli hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir markvissa ritunarkennslu og eftirbreytniverða kennsluhætti þar sem ritun nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra í hinum ýmsu greinum.“

Íslensk málnefnd á hér frumkvæði að því að vekja opinbera athygli á því sem vel er gert við meðferð íslenskrar tungu. Þessi viðurkenning er mikill heiður fyrir starfsfólk skólans og enn ein rósin í hnappagat öflugs skólastarfs á Akranesi. Það var Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla sem veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd skólans.

Akraneskaupstaður sendir starfsfólki og nemendum skólans innilegar hamingjuóskir með viðurkenninguna. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu