Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn
2508005
Staðið hefur yfir vinna á skóla- og frístundasviði og velferðar- og mannréttindasviði við mótun reglna um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn. Eru drög að þeim reglum lögð fram til kynningar og umræðu.
Málið verður tekið fyrir í skóla- og frístundaráði þann 20. ágúst n.k.
Málið verður tekið fyrir í skóla- og frístundaráði þann 20. ágúst n.k.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Heiðrúnu Janusardóttur verkefnastjóra frístunda- og forvarnarmála hjá Akraneskaupstað, fyrir upplýsandi yfirferð. Ráðið samþykkir drög að reglum um þjónustu félagsmiðstöðva.
2.Barnvænt sveitarfélag - lokaskýrsla og viðurkenning
2505112
Greinargerð UNICEF vegna úttektar á barnvænu samfélagi á Akranesi lögð fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að sviðsstjórar tryggi áframhaldandi framgang verkefnisins innan stjórnsýslunnar.
3.Mælaborð Barnaverndarþjónustu
2507017
KPMG hefur hannað mælaborð í barnaverndarþjónustu með það að markmiði að bæta yfirsýn, auka gagnsæi og greina álag. Mælaborðið eykur yfirsýn starfsmanna og stjórnenda og veitir kjörnum fulltrúum yfirlit yfir stöðu málaflokksins.
Byggir mælaborðið á málavog í barnavernd sem þróuð var upphaflega í Gautaborg og hefur verið notuð hjá Akraneskaupstað og barnaverndarþjónustum á Íslandi með leiðbeiningum Barna- og fjölskyldustofu.
Verkefnatillaga KPMG lögð fram til kynningar.
Byggir mælaborðið á málavog í barnavernd sem þróuð var upphaflega í Gautaborg og hefur verið notuð hjá Akraneskaupstað og barnaverndarþjónustum á Íslandi með leiðbeiningum Barna- og fjölskyldustofu.
Verkefnatillaga KPMG lögð fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til umræðu í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026.
4.Samræmd móttaka flóttafólks - samningur 2025
2411163
Þann 23. júní sl. boðaði félags- og húsnæðismálaráðuneytið SÍS og stærstu sveitarfélög sem sinna samræmdri móttöku til vinnufundar hvar kynnt var tillaga að breyttu fyrirkomulagi samræmdrar móttöku. Breytingartillögurnar höfðu ekki verið sendar á fundaraðila fyrir fundinn og því ekki gefið eðlilegt rými fyrir rýningu þeirra og úrvinnslu ábendinga. Þann 7. júlí sl. fundaði SÍS að nýju með ráðuneytinu og gerði athugasemdir varðandi framlagningu tillagna og kom á framfæri efnislegum ábendindingum. Áréttaði SÍS á fundinum að þrátt fyrir fyrirætlanir um að ráðuneytið taki við framfærslu og gerð stuðningsáætlana þá væru mörg verkefni enn á höndum sveitarfélaga, s.s. stöðugildi og heimildagreiðslur, sem nauðsynlegt væri að taka tillit til í ákvæðum um endurgreiðslur ríkissjóðs. Niðurstaða fundarins var að SÍS kæmi athugasemdum sveitarfélaga til ráðuneytisins í byrjun ágúst. Unnu starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs minnisblað sem sent var á SÍS þann 7. ágúst sl. Daginn eftir, eða 8. ágúst, kom tölvupóstur frá SÍS um að áform um frumvarp til laga um málefni innflytjenda væru komin í samráðsgátt til umsagnar og sveitarfélög hvött til að senda ábendingar sínar inn á þeim vettvangi.
Velferðar- og mannréttindasvið sendi inn sína umsögn þann 12. ágúst sem lögð er fram til kynningar og umræðu.
Velferðar- og mannréttindasvið sendi inn sína umsögn þann 12. ágúst sem lögð er fram til kynningar og umræðu.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur undir þau atriði sem tilgreind eru í umsögn starfsmanna sviðsins og áréttar nauðsyn þess að þær breytingar sem boðaðar eru muni ekki auka kostnað sveitarfélaga meira en þegar er orðið.
5.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024
2401211
Útboðsgögn vegna Akstursþjónustu lögð fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að notendur þjónustunnar geti einnig óskað eftir akstursþjónustu, utan þess tíma sem tilgreindur er í reglum sveitarfélagsins, en um þá þjónustu myndi gilda sérstök gjaldskrá.
Sviðsstjóra falið að afla upplýsinga um nákvæman loka kostnað frá verksala.
Málinu vísað til bæjarráðs.
Sviðsstjóra falið að afla upplýsinga um nákvæman loka kostnað frá verksala.
Málinu vísað til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 18:00.