Íþróttamanneskja Akraness í beinni útsendingu
06.01.2026
Í kvöld fer fram kjör á Íþróttamanneskju Akraness 2025. Viðburðurinn verður haldinn á Garðavöllum en ÍATV verður með beina útsendingu þaðan á YouTube rás sinni. Útsendingin hefst kl. 19 og við hvetjum öll eindregið til að fylgjast með. Hægt er að horfa með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
Hér má sjá lista yfir það framúrskarandi íþróttafólk sem hlaut tilnefningar í ár.
Kjörið fer fram í kjölfarið á þrettándabrennu Akraneskaupstaðar en dagskrá hennar má sjá hér og viðburðurinn á Facebook er hér.





