Göngustígur aftan við stúku lokaður á morgun
05.01.2026
Almennt - tilkynningar
Á morgun, þriðjudaginn 6. janúar, verður göngustígnum aftan við stúkuna við knattspyrnuvöllinn lokað milli kl. 15 og 19 vegna undirbúnings flugeldasýningar Björgunarfélags Akraness í tengslum við þrettándabrennu kaupstaðarins. Lokunin nær að enda Akraneshallarinnar.
Guðlaug verður einnig lokuð þennan dag vegna sýningarinnar.
Allar nánari upplýsingar um þrettándabrennuna og hátíðahöld morgundagsins er að finna hér.





