Allar upplýsingar á einum stað - Breytingar á vefsíðum Akraneskaupstaðar
Heimasíðan skagalif.is hefur síðastliðin ár verið vettvangur fyrir upplýsingar um mannlíf og menningu, viðburði og tómstundir barna á Akranesi. Undanfarna mánuði höfum við unnið að því að sameina upplýsingagjöfina á einn stað og gera hana enn aðgengilegri fyrir íbúa og gesti.
Framvegis munu allar upplýsingar um mannlíf og menningu, viðburði, tómstundir og annað sem er að gerast í bænum birtast á www.akranes.is, opinberri heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þar er að finna lifandi viðburðadagatal á forsíðu, sem uppfærist reglulega með næstu viðburðum í bænum: 👉 Sjá dagatalið hér
Við hvetjum öll sem skipuleggja viðburði til að tryggja sér sýnileika með því að senda inn upplýsingar í dagatalið. Þannig fá sem flestir að njóta viðburða og menningarlífsins sem blómstrar á Akranesi.
Tómstundir og félög
Langflest íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi nýta sér Abler til að halda utan um skráningar og upplýsingar, þar má nefna:
Yfirlit yfir helstu félög má nú einnig finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar 👉 Íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi
Menning og mannlíf á einum stað
Þið finnið allar helstu upplýsingar um mannlíf, menningu og afþreyingu undir flipanum ,,mannlíf" efst á heimasíðu Akraneskaupstaðar, sem dæmi má skoða:
Með þessum breytingum einblínum við á að hafa allar upplýsingar á einum stað, þar sem auðvelt er að leita, fá yfirsýn og halda sér upplýstum um hvað er að gerast í bænum okkar.
Við viljum gjarnan heyra frá ykkur! Ef þið saknið einhvers á mannlífs síðunni okkar, ef ykkar félag er ekki inni í tómstunda- og félaga bankanum eða þið rekið augun eitthvað annað sem ykkur þykir vanta á listann er hægt að senda ábendingar á verkefnastjóra menningarmála: mannlif@akranes.is