Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

250. fundur 02. september 2025 kl. 15:00 - 19:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2026

2508059

Gjaldskrá 2026 lögð fram til umræðu.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að gjaldskrár sem falla undir velferðar- og mannréttindasvið taki almennum breytingum til jafns við aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins og raunkostnaði við aðkeypta þjónustu.

2.Uppbygging almenningssalerna fyrir fatlað fólk

2508175

Umræða um verkefni undir heitinu:

Changing Places Toilets International, en um er að ræða óhagnaðardrifið félag með það að markmiði að byggja upp sérhæfða salernisaðstöðu á almenningsstöðum fyrir fatlað fólk. Félagið var stofnað árið 2019 af James Stuart Smith, Ross Hovey og Jean Hewitt, þremur leiðandi hugsuðum í aðgengismálum.
Velferðar- og mannréttindaráð er áhugasamt um að skoða þetta verkefni frekar og felur sviðsstjóra að hafa samband við félagið CPI og afla upplýsinga um hvað aðild felur í sér og koma með málið fyrir ráðið að nýju.

3.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Staða máls er varðar uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Skógarlundi 42.
Velferðar- og mannréttindaráð upplýst um yfirstandandi samskipti milli sveitarfélagsins, HMS og Arion banka.

4.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024

2401211

Lokadrög gagna vegna útboðs á akstursþjónustu Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

5.Samræmd móttaka flóttafólks - samningur 2025

2411163

Tillögur liggja fyrir í frumvarpi til laga um breytingar á verkefnaskipan í móttöku flóttafólks á milli ríkis og sveitarfélaga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvernig samning ríkið mun bjóða sveitarfélögum vegna samræmdrar móttöku á næsta ári. Beiðnin felst í að tryggja fast 80% stöðugildi fagaðila í ráðgjafadeild óháð samningum við ríkið. Minnisblað starfsmanna lagt fram.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að viðhalda stöðugleika í velferðarþjónustustu sveitarfélagsins og er því fylgjandi því að leitað verði allra leiða til að tryggja áfram 80% stöðugildi sérfræðings í ráðgjafadeild.

6.Hreyfill - samkomulag um heimsendan mat

2305116

Verksali hefur boðað hækkun á taxta vegna heimsendingar á mat hjá Akraneskaupstað, frá 1. ágúst 2025.
Velferðar- og mannréttindaráð gerir kröfu um frekari gögn og rökstuðning af hálfu verksala svo unnt sé að taka afstöðu til málsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00