Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

219. fundur 06. febrúar 2024 kl. 15:15 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
  • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Dagskrá

1.Reglur um gjaldskrá stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu)

2401162

Kynnt verða drög að reglum um gjaldskrá í stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu).
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Laufeyju Jónsdóttur forstöðumanni stuðnings- og stoðþjónustu góða kynningu á drögum í vinnslu á reglum um gjaldskrá stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu).

2.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar

2311388

Kynning á endurskoðun á reglum um stuðnings- og stoðþjónustu.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Björnfríði Björnsdóttur þroskaþjálfa og verkefnastjóra í stuðnings- og stoðþjónustu góða kynningu á drögum í vinnslu á reglum um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar.

3.Greining á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk- Tillögur starfshóps

2402013

Starfshópur á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis hefur skilað áfangaskýrslu um greiningu á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk og kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Áfangaskýrsla I, greining á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk lögð fram til kynningar og umræðu.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00