Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

218. fundur 30. janúar 2024 kl. 15:15 - 17:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Liv Aase Skarstad varamaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Samstarf um innleiðingu farsældarlaga

2303064

Samstarfssamningur, milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og Akraneskaupstaðar um áframhaldandi stuðning vegna forystuhlutverks við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, hefur verið undirritaður.



Er framlag ráðuneytisins það sama 2024 og árið áður eða kr. 9.000.000 og kemur til viðbótar því framlagi sem greitt er á grundvelli reglugerðar um framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna árið 2024.

Lagt fram til kynningar.

2.Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi

2401366

Formleg beiðni um þátttöku í svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir ánægju með vilja lögreglustjórans á Vesturlandi um að hefja svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi. Akraneskaupstaður mun taka þátt í því samráði í því skyni að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúanna og tryggja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00