Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

215. fundur 05. desember 2023 kl. 15:15 - 18:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Drög að lokaskýrslu um uppbyggingu Samfélagsmiðstöðvar lögð fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar.


2.Barnaþing 2023

2311335

Barna- og ungmennaþingið er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, ungmennaráðs, grunnskólanna, fjölbrautarskólans og Þorpsins og liður í innleiðingu barnvæns sveitarfélags.



7., 8. og 9. nóvember 2023 var haldið Barna- og ungmennaþing á Akranesi.



Hátt í 200 börn og ungmenni úr grunn- og framhaldsskóla bæjarins tóku þátt í þinginu.



Niðurstöður þingsins verða notaðar við gerð aðgerðaráætlunar barnvæns sveitarfélags, ásamt niðurstöðum stöðumats sem lauk haustið 2023. Verkefnið er að taka saman þær aðgerðir sem stýrihópur verkefnisins hefur forgangsraðað og mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2022-2024.



Meðfylgjandi er ályktun frá fulltrúum á barna- og ungmennaþingi 2023 sem lagt var fyrir stýrihóp um barnvænt sveitarfélags og vísað til fagráða og nefnda Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar öllum þeim börnum og ungmennum sem tóku þátt í nýafstöðnu þingi fyrir þeirra framlag til þessa mikilvæga málefnis og fyrir þá brýningu sem fram kemur í ályktuninni. Framundan er að mynda aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmálans og mikilvægt að það verkefni takist vel og þess gætt að samráð verði haft við fulltrúa barna og ungmenna í þeirri vinnu.

3.Húsnæðisáætlun 2024

2305204

Húsnæðisáætlun 2024 til kynningar. Verður lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn þann 12. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Bjarkarhlíð þjónustusamningur 2024

2312009

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis. Bjarkarhlíð býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, 18 ára og eldri.



Samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið á milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við Bjarkarhlíð þá stendur til að bjóða þolendum ofbeldis sem búsettir eru á Vesturlandi upp á þjónustu Bjarkahlíðar. Starfsmönnum Bjarkahlíðar var falin nánari útfærsla á verkefninu að höfðu samráði við ráðuneytið og aðila á hverju svæði, þ.m.t. félagsþjónustu sveitarfélaga og lögreglu. Á fundi með teymisstjóra Bjarkahlíðar og stjórnendum í velferðarþjónustu frá Akranesi, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Snæfellsbæ þann 23. nóvember sl. var sammælst um að ráðgjafi myndi veita viðtöl 1. dag í mánuði í hverju sveitarfélagi fyrir sig, f.u. í Hvalfjarðarsveit. Lagt yrði upp með að sveitarfélögin myndu kynna þjónustuna og veita aðstöðu fyrir ráðgjafa til að taka á móti þolendum í viðtöl þeim að kostnaðarlausu.



Viðtöl á Akranesi munu fara fram annan miðvikudag í mánuði, með upphaf þann 10. janúar 2024.
Velferðar- og mannréttindaráð fagnar samstarfinu og því samkomulagi sem Bjarkarhlíð hefur gert við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, sem felur í sér aukna þjónustu við þolendur ofbeldis á Vesturlandi.
Ráðið felur deildarstjóra farsældarþjónustu barna að vinna að frekari úrvinnslu verkefnisins í samstarfi við þá aðila sem að því koma.

5.Fundargerðir 2023 - stýrihópur um Samfélagsmiðstöð Dalbraut 8

2301025

18. fundargerð stýrihóps um Samfélagsmiðstöð að Dalbraut 8 frá 29. nóvember 2023.
Lagt fram.

6.Fundargerðir 2023 - notendaráð um málefni fatlaðs fólks

2301023

17. fundargerð notendaráðs frá 1. nóvember 2023.
Lagt fram.

7.Stefnumótun Tillgaga - Starfshópur um stefnumótun í öldrunarþjónustu

2312001

Kynning á tillögum starfshóps um stefnumótun í öldrunarmálum.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar starfshópi um stefnumótun í öldrunarþjónustu fyrir vel unnin störf og greinargóða kynningu á tillögum hópsins.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00