Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

208. fundur 15. ágúst 2023 kl. 15:30 - 17:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir 2023 - starfshópur um stefnumörkun í öldrunarmálum

2301032

Fundargerðir starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum lagðar fram.

13. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 12. apríl 2023.

14. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 26. apríl 2023.

15. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 10. maí 2023.

16. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 24. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2023 - Samfélagsmiðstöð Dalbraut 8 - stýrihópur

2301025

Fundargerðir stýrihóps um samfélagsmiðstöð Dalbraut 8, no. 7-17 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Loka hönnun Samfélagsmiðstöðvar lögð fram til kynningar. Er framlögð hönnun niðurstaða samráðsfunda stýrihóps, forstöðumanna og hönnuðar þar sem lögð var áhersla á að fá fram öll sjónarmið og finna lausnir til að mæta öllum hagaðilum sem best. Á síðasta fundi stýrihóps ásamt forstöðumönnum þann 5.07.23 var samdóma álit forstöðumanna að hönnun á rými Samfélagsmiðstöðvar væri lokið og að sátt væri með útkomuna.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með þá góðu niðurstöðu sem forstöðumenn og stýrihópur hafa skilað af sér um hönnun samfélagsmiðstöðvar. Hönnun er metnaðarfull og tekist hefur að koma til móts við fjölbreyttar þarfir ólíkra starfsstöðva innan sömu byggingar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00