Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

205. fundur 06. júní 2023 kl. 16:00 - 20:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Beykiskógar 17 - starfsmannaíbúð

2101248

Beiðni fostöðumanns á Beykiskógum um skoða mögulega lausn til bæta starfsmannarými við búsetukjarnann.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um framlagt erindi. Fyrir liggur að skortur er á rými fyrir starfsmenn til að sinna til að mynda faglegu starfi, skipulagningu og starfsmannamálum.

Þar sem um er að ræða notkun til þriggja ára, kemur betur út fjárhagslega að kaupa gáminn. Velferðar- og mannréttindaráð mælir með að kostnaði verði mætt vegna kaupa á gámi um ca. 3 mkr.

Málinu vísað til skipulags- og umhverfissviðs til frekari vinnslu og bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Forstöðumaður Beykiskóga sat fundinn undir þessum lið.

2.Brú hses - Stofnframlag vegna sex íbúða kjarna 2023

2303217

Staða uppbyggingar sex íbúða kjarna 2023 lagt fram til kynningar og umræðu. Frumdrög teikninga lögð fyrir fundinn.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um frumdrög teikningar og kom á framfæri athugasemdum og tillögum.

3.Farsæld barna - skipulagt og farsælt frístundastarf fyrir alla

2208151

Stýrihópur um farsælt frístundastarf fyrir öll börn á Akranesi leggur til að ráðinn verði verkefnastjóri í 80% starf til eins árs til að sinna utan um haldi og framkvæmd verkefnisins. Kostnaður vegna stöðu verkefnastjóra verður tekinn af 9.000.000 kr. styrk frá Barna- og menntamálaráðuneytinu sem hlaust vegna forystuhlutverks Akraneskaupstaðar í innleiðingu farsældarlaga.



Erindi lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00