Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

152. fundur 20. apríl 2021 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Barnvænt sveitarfélag- sveitarfélag með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Sameiginlegur fundur með skóla- og frístundaráði varðandi erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins.
Bára Daðadóttir formaður skóla- og frístundaráðs, Sandra M. Sigurjónsdóttir varaformaður skóla- og frístundaráðs,Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður skóla- og frístundaráðs, Valgerður Janusardóttir sviðsstjóri skóla- og frístundsviðs og Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs komu inn á fundinn undir þessum lið.


Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir erindisbréfið og vísar afgreiðslu í bæjarráðs.

2.Reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða

2011027

Drög að endurskoðun á reglum um ferðaþjónustu við aldraða liggja fyrir.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessu máli.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um akstursþjónustu fyrir aldraða til umsagnar í Öldungaráði.

3.Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

2009212

Drög að reglum um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk liggja fyrir ásamt umsögn notendaráðs fatlaðs fólks.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessu máli.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um akstursþjónustu til notendaráðs fatlaðs fólks til umsagnar.

4.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Á fundi stýrihóps félagsmálaráðuneytisins um þátttöku barna af efnaminni heimilum í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi var ákveðið að framlengja umsóknarfrest um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til 31. júlí 2021. Í reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum kemur fram í 1. grein að umsóknir skulu berast fyrir 15. apríl 2021. Sviðsstjóri leggur til að breyting verði gerð á 1. grein þess efnis að umsóknarfrestur verði framlengdur til 31.júlí 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu. Velferðar- og mannréttindaráð vísar reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00