Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

148. fundur 03. mars 2021 kl. 16:00 - 19:30 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.COVID 19 - aukið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020

2006253

Félagsmálaráðuneytið veitti sveitarfélögum styrk til verkefna til að auka stuðning félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020. Akraneskaupstaður fékk styrk verkefnisins og boðið var upp á tómstundaverkefni sl. sumar en vegna COVID var ekki hægt að ljúka þeim að fullu. Fyrirhugað er að hefja starfið aftur á næstunni.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir sem leitt hefur verkefnið mætir á fundinn.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir íþróttakennari og Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri stuðnings- og stoðþjónustu mættu á fundinn og sátu hann undir þessum lið. Hildur Karen kynnti framkvæmd á verkefninu "aukið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020". Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Hildi Karen fyrir góða kynningu.

2.Dalbraut 4 - Þjónustumiðstöð hönnun og framkvæmd

1904230

Kynning á stöðu framkvæmda við þjónustumiðstöð Dalbraut 4.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri stuðnings- og stoðþjónustu sátu fundinn undir þessum máli.
Staðan kynnt. Umræður um framkvæmd, rekstur og skipulag þjónustumiðstöðvarinnar.

3.Samstarf um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt

2007050

Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar, Leigufélagsins Bríetar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fjölgun íbúða, eflingu stafrafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátta hjá Akraneskaupstað var formlega undirrituð í lok árs 2020. Fjölmörg verkefni falla undir samstarfið sem eru þegar í vinnslu.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sat fundinn undir þessu máli.

Sævar Freyr fór yfir stöðu verkefna sem falla undir viljayfirlýsingu um fjölgun íbúða, eflingu stafrafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátta sem Akraneskaupstaður, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Leigufélag Bríet ehf. (Bríet) undirrituðu þess efnis sem tilraunaverkefni á Akranesi.

4.Kvennaathvarfið - rekstrarstyrkur fyrir árið 2021

2102320

Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2021 kr.450.000.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00