Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

115. fundur 19. nóvember 2019 kl. 15:30 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar

1906161

Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar kynnt og sett fram til umsagnar til Velferðar- og mannréttindaráðs. Jafnréttisstofa hefur móttekið og yfirfarið jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar og metur það svo að þær uppfylli kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar. Ráðið leggur áherslu á að áætlanirnar verði hafðar að leiðarljósi í allri vinnu hjá Akraneskaupstað.

2.Uppgjör á bankainnistæðum sambýlisins að Vesturgötu 102

1709089

Lögð fram drög að uppgjöri á Sambýlinu að Vesturgötu 102 sem hætti starfsemi í byrjun árs 2014. Um er að ræða annars vegar bankareikninga sem fyrrum íbúar sambýlisins lögðu inn á til sameiginlegs reksturs heimilisins og hins vegar sem hagsmunaaðilar lögðu inn á til að styðja við starfsemi sambýlisins.
Velferðar- og mannréttindaráð mælir með því að farið verði eftir þeim drögum sem kynnt voru varðandi uppgjör á sambýlinu á Vesturgötu 102. Ráðið leggur áherslu á að gengið verði frá þessu hið fyrsta.

3.Holtsflöt 9 - Vaktafyrirkomulag

1904110

Kynnt staða í búsetu fatlaðra.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðstjóra að taka saman kostnað vegna tímabundinnar viðbótar í starfsmannahaldi. Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir inn í bæjarráð.

4.Trúnaðarmál

1410055

Trúnaðarmál
Trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00