Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

107. fundur 05. júní 2019 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjándóttir starfandi sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Holtsflöt 9 - Vaktafyrirkomulag

1904110

Næturvaktir í búsetuþjónustunni Holtsflöt 9.
Gunnhildur Vala Valsdóttir forstöðumaður Holtsflatar 9, kom inn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðunni.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt fyrir auknu stöðugildi á næturvaktir við búsetuþjónustuna að Holtsflöt 9. Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir því við bæjarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun til að mæta útgjaldaaukningu vegna ársins 2019 að upphæð kr. 9.000.000 á launalið búsetuþjónustu fatlaðs fólks.

2.Beiðni til velferðar- og mannréttindaráðs

1905416

Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál.

3.Stuðnings og stoðþjónusta - kynning

1902228

Kynning á stuðnings og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar verkefnastjórunum Laufeyju Jónsdóttur og Hjördísi Garðarsdóttur fyrir greinargóða kynningu á stuðnings- og stoðþjónustu.

4.Heilsuefling aldraðra á vegum Akraneskaupstaðar

1709039

Akraneskaupstaður hefur staðið fyrir heilsueflingu fyrir 67 ára og eldri yfir vetrartímann undanfarinn áratug. Sami starfsmaður hefur sinnt því verkefni og fengið tímavinnu fyrir verkefnið. Greitt hefur verið fyrir 4 klukkustundir tvo daga í viku yfir vetrartímann. Ákveðið hefur verið að hætta að greiða starfsmanni tímavinnu og þess í stað að gera starfið að hlutfalli. Velferðar og mannréttindaráð hefur samþykkt að starfið verði gert að 20% starfi á ársgrundvelli. Nú er staðan sú að umfangið er meira en upphaflega var ákveðið. Áætlunin byggir á að kenna leikfimi í þremur hópum, eftir getustigi.
Óskað er eftir að starfið verði gert að 30% starfi á ársgrundvelli. Sjá fylgiskjal.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir málinu.
Velferðar- og mannréttindaráð telur beiðnina samræmast hugmyndafræðinni um heilsueflandi samfélag og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar ársins 2020.

5.Umsókn til velferða- og mannréttindaráðs

1906006

Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál.

6.umsókn til velferða- og mannréttindaráðs

1906007

Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál.

7.UNICEF á Íslandi - heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu á börnum

1905293

Unicef á Íslandi hvetur öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi eða vanrækslu, fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Velferðar- og mannréttindaráð mælist til að Akraneskauptaður vinni að heildstæðu og samræmdu verklagi, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu, fyrir allar stofnanir á Akranesi sem starfa með börnum. Þessi vinna fellur vel að samþættingu verklags skóla- og velferðarþjónustu.
Liður í þessu er að haldinn verði sameiginlegur barnaverndardagur á haustönn fyrir alla þá sem koma að vinnu með börnum á Akranesi. Starfandi sviðsstjóra er falið frekari útfærsla á verkefninu í samvinnu við skóla- og frístundasvið.
Velferða- og mannréttindaráð felur starfandi sviðsstjóra að afla upplýsinga um kostnað við kaup á tölfræðiniðurstöðum Rannsóknar og greiningar sem snúa að ofbeldi og vanrækslu barna á Akranesi.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00