Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

4. fundur 02. ágúst 2006 kl. 18:15 - 21:15

4. fundur umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 2. ágúst 2006 og hófst hann kl. 18:15.


 

Mættir:                            Rannveig Bjarnadóttir, formaður

                                       Haraldur Helgason

                                       Sigurður Mikael Jónsson

Varamenn:                     Hróðmar Halldórsson

                                       Guðmundur Þór Valsson

 

Fundinn sat einnig Snjólfur Eiríksson, garðyrkjustjóri.

 

Fundargerð ritaði Rannveig Bjarnadóttir.

 

Fyrir tekið:

 

1.  Magnús Freyr Ólafsson mætti á fundinn og kynnti verkefni sitt sem lýtur að endurbótum á sorphirðu, flokkun úrgangs og endurvinnslu.

Hann fór yfir helstu þætti sem hafa þarf í huga og viðraði nokkrar hugmyndir um hvað má betur fara í þessum málum. Hann sendir tillögur að byrjunarverkefnum fyrir næsta fund.

 

2.  Erindisbréf umhverfisnefndar kynnt og rætt.

 

3.  Umhverfisviðurkenningar.

Nokkrar ábendingar hafa borist frá bæjarbúum og verða þær lóðir skoðaðar á þriðjudag.

 

4.  Farið yfir verkefnalistann og nokkur verkefni sett í forgang. Bréf frá eigendum húsnæðis við Ægisbraut kynnt og rætt um nauðsyn þess að taka strax á í hreinsunarmálum á þessu svæði. Rannveigu falið að ræða um þessi mál við bæjarstjóra.

 

 

Næsti fundur ákveðinn 16. ágúst n.k. kl. 18:15.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:15.

 

Rannveig Bjarnadóttir (sign)

Haraldur Helgason (sign)

Sigurður Mikael Jónsson (sign)

Hróðmar Halldórsson (sign)

Guðmundur Þór Valsson (sign)

Snjólfur Eiríksson (sign)

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00