Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

30. fundur 28. maí 2001 kl. 17:00 - 19:00
30. Fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, mánudaginn 28. maí 2001 kl. 17:00.

Mættir á fundi:  Georg Janusson, formaður,
Jóna Adolfsdóttir,
Þóranna Kjartansdóttir.
Hallveig Skúladóttir
Auk þeirra umhverfisfulltrúi, Hrafnkell Á. Proppé, sem ritaði fundargerð.

1. Menningarminnjar, viðræður við Jón Allansson forstöðumann Byggðasafnsins.
Umhverfisnefnd leggur til að fornleifaskráin verði færði inn í landupplýsingakerfi Akraness. Nefndin minnir á að í niðulagi forleifaskrárinnar eru bæjaryfirvöld hvött til að vinna að stefnumörkum um verndun minja.   Einnig lýsir umhverfisnefnd áhuga á að láta merkja menningaminjar í samstarfi við forstöðumann Byggðasafnsins.  Nefndin leggur til að umhverfisfulltrúa og forstöðumanni Byggðarsafnsins verði falið að vinna tillögu um merkingar á menningaminjum frá Presthúsum að Miðvogi sem verði höfð til hliðsjónar við gerð næstu fjárhagsáætlun.
2. Göngu- og reiðstígar.
Umhverfisnefnd leggur til að hestaumferð verði bönnuð á friðlýstu svæði við Innsta-Vogsnes og komið verði upp skiltum þessa efnis við Innsta-Vog.  Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa að hafa samband við skipulagsnefnd varðandi reiðstígatengingu við Innri-Akraneshrepp.
3. Samningur um umsjón og rekstur friðlands við Innstavogsnes.
Umhverfisnefnd leggur til að drög af samningi um umsjón og rekstur friðlands við Innsta-Vogsnes verði samþykkt.
4. Fegurri sveitir.
Umhverfisfulltrúi kynnti stöðu mála.
5. Önnur mál.
1. Bann við eggjatöku í kríuvarpi
Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa að auglýsa bann við eggjatöku í kríuvarpi í landi Akraneskaupstaðar.
2. Umhverfisviðurkenning.
Rætt um veitingu umhverfisviðurkennga.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00