Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

20. fundur 03. júlí 2000 kl. 16:00 - 19:30
20. fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, mánudag 3.júlí 2000 kl 16:00.


Mættir: Georg Janusson, formaður, Hallveig Skúladóttir, Jóna Adolfsdóttir og Hrafnkell Á. Proppé, garðyrkjustjóri sem ritaði fundargerð.

1. Erindi bæjarstjórnar, dagssett 27. júní 2000 um sandtöku á Langasandi.
Umhverfisnefnd telur að fela eigi Siglingamálastofnun að meta aðstæður við Langasand. Garðyrkjustjóri hefur haft samband við Siglingastofnun sem er reiðubúin til að meta aðstæður við Langasand næsta haust. Í framhaldi þeirrar vinnu mun nefndin skila áliti sínu um sandtöku á Langasandi.

2. Fræðslustígur í Heiðmörk.
Umhverfisnefnd hitti staðahaldara Heiðmerkur, Vigni Sigurðsson, að máli við Elliðavatn. Vignir skýrði frá uppbyggingu fræðslustígsins og ýmsum kostnaðaliðum. Nefndarmenn skoðuðu sig um í Heiðmörk.


Fundi slitið kl. 19:30.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00