Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

43. fundur 30. mars 2005 kl. 17:30 - 19:20

43. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, STillholit 16-18, miðvikudaginn 30. mars 2005 og hófst hann kl. 17:30.


Mættir voru: Hjördís Hjartardóttir,
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir,
 Katrín Rós Baldursdóttir,
 Sævar Haukdal,
 Eydís Líndal Finnbogadóttir.
Frá ÍA: Jón Þór Þórðason.
Bæjarstjóri: Gísli Gíslason.


Fyrir tekið: 
 
1. Viðræður við Unglingaráð Akraness.
Mætt voru til viðræðna fulltrúar í Unglingaráði Akraness, þau Þór Birgisson, Harpa Jónsdóttir, Ragnheiður Smáradóttir og Gunnar Jónbjörnsson.  M.a. var rætt um hvar staðsetja mætti völl fyrir línuskauta og hjólabretti.  Unglingaráðið er sammála um að hentugur staður sé á lóð Grundaskóla á móts við gatnamót Innnesvegar og Garðabrautar.  Tómstunda- og forvarnarnefnd samþykkir að óskar eftir afstöðu skólastjóra Grundaskóla til tillögunnar.  Þá var rætt um ýmis verkefni unglingaráðsins og hugmyndir að verkefnum þess.
 
2. Viðræður við Einar Skúlason, æskulýðsfulltrúa varðandi starfsemi Vinnuskólans o.fl.
Einar gerði grein fyrir undirbúningi að starfsemi Vinnuskólans.  M.a. gerði
hann grein fyrir því að í undirbúningi væri að auglýsa störf flokksstjóra og að tillaga um launagreiðslur væri fyrir bæjarráði. Þá liggur fyrir tillaga um vinnutíma unglinganna og fór Einar yfir helstu atriði í því efni.
 
3. Drög að erindisbréfi og verkefnum fyrir Unglingaráð Akraness.
Farið var yfir fyrirliggjandi drög og gerðar nokkrar lagfæringar á efni
erindisbréfsins.
Tómstunda- og forvarnarnefnd samþykkir erindisbréfið og óskar eftir
staðfestingu bæjaráðs á því.
 
4. Tillaga að breytingu á skipuriti Akraneskaupstaðar.
 Gerð var grein fyrir þeirri tillögu sem liggur fyrir bæjarstjórn, en þar er m.a. gert ráð fyrir því að tómstunda-, forvarnar og íþróttamál verði undir málaflokki fræðslu-, tómstunda- og íþróttamála.
 
5. Staða mála varðandi framkvæmdir og deiliskipulag á Jaðarsbökkum.
 Farið var yfir helstu atriði þeirrar vinnu sem á sér stað og er í undirbúningi varðandi deiliskipulag Jaðarsbakka, vinnu starfshóps um sundlaugarsvæðið o.fl.  Nefndin samþykkir að óska eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að tillaga að deiliskipulagi Jaðarsbakka verði kynnt nefndinni áður en það verður samþykkt.
 
6. Hugmyndir um gerð samnings um samskipti og samrekstur milli Íþróttabandalags Akraness og Akraneskaupstaðar.
 Greint var frá hugmyndum að efnisatriðum samnings milli bæjarins og ÍA.
 
7. Verkefni á sviði forvarnarmála.
 Rætt var um ráðstöfun fjármuna til forvarnarverkefna og þau verkefni sem hafa verið í gangi varðandi forvarnir t.d. foreldrarölt, kynningu í grunnskólunum, skipulagi dansleikja skólanna o.fl.
 
8. Önnur mál.
 Helga gerði grein fyrir hugmyndum að útgáfu sumarbæklings í samstarfi við Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit.  Einnig var rætt um ýmsa viðburði s.s. 17. júní, Jónsmessugöngu o.fl.  Nefndin er sammála um að framkvæmd 17. júní verði með sambærilegum hætti og á síðasta ári og leggur til að unnið varði á þeim grundvelli í ár.  Þá var rætt um verkefnið ?Göngum til heilbrigðis?.  Ákveðið að hittast þriðjudaginn 5. apríl n.k. til að fjalla um drög að fjölskyldustefnu.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00