Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

17. fundur 23. júní 2003 kl. 18:00 - 20:00

17. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  mánudaginn 23. júní 2003 og hófst hann kl. 18:00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Katrín Rós Baldursdóttir.
 Hallveig Skúladóttir
 Sævar Haukdal ritari.
Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson.


Dagskrá fundar:

1. Upplýsingar sviðsstjóra
Sviðstjóri gerði grein fyrir ýmsum verkefnum og málum sem eru í vinnslu m.a. niðurstöður Átaks 50, fyrirhugað Átak 17-20 ára og nýafstöðnum fundi um forvarnamál á Hótel Glym.

 

2. Erindi undirbúningsnefndar um írska daga.
Erindi um notkun á Íþróttahúsinu við Vesturgötu fyrir kvöldskemmtun þann 12. júlí samþykkt.


3. Gjaldskrá sundlaugar ? Skólamiðar
Skólamiðar skulu gilda sumarið 2003 en frekari gjaldskrár- og reglubreytingum frestað til umræðu í ágúst.

 

4. Jónsmessuhátíð ? Upplýsingar
Jónsmessuskemmtunin og Landsmót kleinusteikingarfólks gekk afspyrnuvel og gestir c.a. 1.300 sem voru allir mjög hamingjusamir með hátíðina.

 

5. Þreksvalir Jaðarsbökkum ? Tilboð ÍA
Nefndin felur sviðsstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við ÍA með eftirtöldum breytingum með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Skipting tekna verði, að fyrir hlut leigusala í samningnum greiðast 33% verðmæti  seldra árskorta og stakra tíma.
Sérstök grein sem varðar Trimmtíma verði felld út þar sem þegar er samningur í gildi þess efnis.  Sævar bókar sérstaklega að eðlilegra hefði verið að leita útboðs um samning sem þennan til að gefa öðrum aðilum tækifæri á að gera tilboð í þjónustu og verð.

 

6. Framtíðarsýn ? Stefnumótun

Farið yfir hvað unnið hefur verið í undirbúningi stefnumótunar.

 

7. Önnur mál.

Nefndin ákvað að haustganga verði farin að Glym í Hvalfirði og falli inn í gönguferðaskipulag sem fyrir liggur.

Nefndin veitir Unglinganefnd Knattspyrnufélags ÍA leyfi til að þátttakendur í knattspyrnumótum sumarssins fái frían aðgang einu sinni á dag í sundlaugina á mótstíma.

 

Næsti fundur 20. ágúst 2003 kl. 18.00.

 


 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00