Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

15. fundur 02. júní 2003 kl. 16:00 - 18:00

15. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  mánudaginn 2. júní 2003 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður
 Eydís Líndal Finnbogadóttir. 
 Hallveig Skúladóttir
 Sævar Haukdal, ritari
 Katrín Rós Baldursdóttir.
Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson.

Áheyrnafulltrúi frá ÍA:          


Fyrir tekið:

 

1. Upplýsingar sviðsstjóra.
Sviðstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem hann hefur verið að vinna að undanfarið og hvað framundan er næstu vikur.

 

2. Dagskrá 17. júní hátíðarhalda.
Sólveig Reynisdóttir kynnti fyrir hönd kvennadeildar knattspyrnudeildar ÍA hugmyndir að dagskrá 17. júní hátíðar. Nefndin samþykkti þau drög að dagskrá sem hún lagði fram.

 

3. Málefni Bíóhallarinnar.
Nefndin samþykkir að fela æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra að endurskoða starfslýsingar og ráðningarsamninga starfsfólks Bíóhallar. Tillaga að nýjum samningum verða kynntir nefndinni á næsta fundi.

 

4. Jónsmessuhátíð 2003.
Sviðsstjóri tómstunda- og forvarnarsviðs kynnti hugmyndir að dagskrá Jónsmessuhátíðar. Tillögur að dagskrá sem nefndin mun standa að felur í sér gönguferðir á Akrafjall, ratleik, grill og varðeld. Nefndin felur sviðsstjóra að halda áfram með skipulagningu hátíðarhalda samkvæmt umræðum.

 

5. Breytingar á ferðastyrksreglum Akraneskaupstaðar.
Nefndin leggur til breytingar á reglum um ferðastyrk með vísan til reglna ÍSÍ. Sviðsstjóra er falið að rita bréf til bæjarráðs vegna þessa máls. Nefndin vinnur enn að endurskoðun á styrkjareglum vegna íþrótta og tómstundaiðkunar á vegum Akranesbæjar.

 

6. Réttur til þátttöku í Vinnuskóla Akraness.
Nefndin samþykkir að sviðsstjóri ræði við æskulýðsfulltrúa varðandi þessar reglur.  Nefndin tekur þær reglur fyrir um leið og þær liggja fyrir.
 
7. Framtíðarsýn - Stefnumótun.
Vísað til frekari umræðu á næsta fundi.

 

8. Önnur mál.


Nefndin samþykkir að fela sviðsstjóra að ganga til viðræðna við Íþróttabandalag Akraness eða aðra þá aðila sem áhuga hafa, vegna nýrrar þrekaðstöðu að Jaðarsbökkum.

 

Rætt var um atvinnuástand ungs fólks nú í sumar. Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum á því ástandi sem nú ríkir vegna atvinnuleysis fólks á aldrinum 17 ? 25 ára. Nefndin leggur áherslu á að áfram verið unnið að lausn á þessum vanda.


Næsti fundur nefndarinnar verður miðvikudag 11. júní kl. 18:00

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.18:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00